Sala og kaup á Rubicon Retail

shutterstock_794575747

Árið 2005 keypti Shoe Studio fyrirtækið Rubicon Retail fyrir 130 milljónir punda, en hin vel þekktu tískumerki Warehouse og Principles tilheyra Rubicon Retail. Á þessum tíma átti Don McCarthy hlut í Shoe Studio, en hann gegndi einnig stöðu stjórnarformanns og forstjóra. Góður vinur hans, Sigurður Bollason, varð einnig hluthafi ásamt Kaupþingi og Baugur Group. Fyrir átti Shoe Studio skóverslanakeðjurnar Nine West og Pied a Terre. Fjórum árum áður hafði fimm manna hópur hafði keypt Rubicon Retail, en þessi hópur samanstóð af Peter Davies, Hilary Riva, og þremur öðrum stjórnendum frá Arcadia, sem er smásölufyrirtæki í tískubransanum.

Arcadia selur tískukeðjur 

Davies og Riva keyptu Rubicon Retail í október 2001 eftir ákvörðun hópsins að fjárfesta í fjórum vörumerkjum frá Arcadia smásölufyrirtækinu, en þau höfðu skilað höfðu tapi í nokkurn tíma. Hópurinn samanstóð af þeim tveimur og að auki Alan Peterson, Chris Inman og Richard Sims. Vörumerkin sem um ræðir voru Warehouse, Principles, Hawkshead og Racing Green. Það óvenjulega við kaupin var að ekkert fjárfestingarfyrirtæki kom að þeim, en hópurinn samanstóð af fimm einstaklingnum. Þeir lögðu til eina milljón af kaupverðinu, sem í heild var 35 milljón pund. Arcadia lánaði eftirstöðvarnar sem þýddi að fyrirtækið hélt eftir 45,5% hlut í Rubicon Retail. Árið 2002 var gengið frá kaupunum að fullu, en þá fékk Arcadia 6 milljón pund í reiðufé. Síðar voru Hawkshead og Racing Green vörumerkin seld til að Rubicon Retail gæti einbeitt sér að því að styrkja Warehouse og Principles. Sama ár var Arcadia keypt af Philip Green, og þá endurgreiddi Rubicon Retail lánið með hjálp 27 milljón punda láns frá Barclays bankanum. Eftir þetta hafði stjórn Rubicon Retail fullt eignarhald á fyrirtækinu.

Sala Rubicon Retail Ltd til Mosaic 

Í júní 2006 festi Mosaic kaup á Rubicon Retail. Mosaic er tískufyrirtæki með eignarhald á vörumerkjunum Coast, Oasis, Karen Millen og Whistles og er skráð í íslensku kauphöllinni. Kaupverðið á Rubicon Retail var 353 milljónir pund, þar voru 100 milljón pundir í skuld. Baugur Group á 36% hlut í Mosaic, en fyrirtækið átti einnig 15% hlut í Rubicon Retail. Don McCarthy starfaði áfram sem ráðgjafi Mosaic eftir hafa selt hlut sinn, en þetta gerði fyrirtækinu kleift að selja mismunandi skóvörumerki í fleiri fataverslunum en ella. Um þetta leyti sá Mosaic um rekstur 100 alþjóðlegra sérleyfisbúða og var hluthafi í 70 kínverskum stórverslunum.

Kaup Baugs á Karen Millen 2004

shutterstock_420967090

Hönnuðurinn Karen Millen hóf samstarf sitt með Kevin Stanford árið 1981 og saman settu þau á stofn vörumerkið Karen Millen. Þau fengu 100 punda lán og notuðu það til að kaupa þúsund metra af hvítri bómull. Reksturinn byrjaði því á því að sauma og selja skyrtur til vina þeirra. Fyrirtækið varð síðar að þjónustuneti fyrir samkvæmi og tveimur árum síðar var fyrsta verslunin opnuð í Kent. Þetta var aðeins byrjunin því fleiri verslanir fylgdu í fótspor þeirrar fyrstu.

Í dag, 37 árum síðar, eru Karen Millen verslanir staðsettar út um allan heim. Sigurður Bollason hitti Millen og Stanford þegar fyrsta verslunin opnaði á Íslandi. Ásamt hópi fjárfesta keypti hann 49% hlut í Karen Millen og varð alþjóðlegur stjórnandi fyrirtækisins. Árið 2004 keypti Baugur vörumerkið sem hluta af samningi sem metinn var á 120 milljónir punda.

Baugur eignast Karen Millen 

Stanford og Millen sneru sér að öðrum verkefnum frá og með 24. júní 2004 þegar Baugur keypti Karen Millen Group fyrir 120 milljónir punda, en þá hafði fyrirtækið meira en tvöfaldað virði sitt. Stanford og Millen áttu 30% hlut hvort, og hin 40% voru í eigu fjárfestahópsins. Karen Millen átti að sameinast nokkrum öðrum vörumerkjum í eigu Baugs, og má þar telja Oasis, Coast og Whistles, sem var þegar í eigu Karen Millen. Áætlunin var svo að skrá félagið á hlutabréfamarkað árið eftir.

Kaup og uppbygging” 

Framkvæmdastjóri Oasis, Derek Lovelock, útskýrði sameiginlega sýn Baugs og Oasis að „kaupa og byggja upp” þegar félagið lýsti yfir stuðningi við kaup stjórnarinnar frá því í október. Karen Millen og Oasis ásamt vörumerkinu Whistles hafa öll gert það að stefnu sinni að halda hönnun og birgðakeðju sinni innanhúss, en þetta hjálpaði til við áðurnefndan samruna. Á þessum tíma var ætlunin að þenja umsvif fyrirtækisins enn frekar og að opna 50 nýjar verslanir undir merkjunum Karen Millen, Oasis, Coast og Whistles innan 12 mánaða.

Aðrar yfirtökur Baugs 

Á sama tíma og Baugur keypti Karen Millen átti sér stað yfirtaka félagsins á fjölda vel þekktra vörumerkja. Baugur hafði áður keypt Oasis, Hamleys leikfangaverslunina í London og Goldsmiths skartgripakeðjuna. Baugur Group átti einnig stóran hlut í Somerfield, the Big Food Group og House of Fraser.